Nýjar þýðingar

Óvenjumargir erlendir höfundar sem koma á Bókmenntahátíð í ár eru væntanlegir í íslenskri þýðingu eða hafa nú þegar komið út. Þannig hefur bók ítalska höfundarins Paolo Giordano, Einmana prímtölur, til dæmis komið út hjá Bjarti í íslenskri þýðingu Hjalta Snæs Ægissonar, og tvær bækur indverska höfundarins Vikas Swarup hafa komið út á íslensku hjá Forlaginu. Þær eru Viltu vinna milljarð? og Sex grunaðir.

Á næstunni er væntanleg þýðing á nýrri bók eftir Nóbelsskáldið Hertu Müller sem kemur út hjá bókaforlaginu Ormstungu. Sænski höfundurinn Steve Sem-Sandberg verður gefinn út af Uppheimum og bók eftir þýsk-íslenska höfundinn Kristof Magnusson kemur hjá Forlaginu.

Breski rithöfundurinn Matt Haig og Horacio Castellanos Moya koma út hjá Bjarti á næstunni og hjá Forlaginu kemur út þýðing á bók eftir frönsku skáldkonuna Iréne Némirovsky en dóttir hennar, Denise Epstein, er væntanleg á Bókmenntahátíð í Reykjavík þar sem hún mun segja frá móður sinni.

Auglýsingar

Segðu þitt álit

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s