Lævís tortíming

Sænska kápan

Steve Sem-Sandberg er sænskur rithöfundur og væntanlegur á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hann starfar sem gagnrýnandi á Dagens Nyheter og hefur gefið út skáldsögur og ritgerðir frá 1976. Fyrir bókina Ravensbrück (2003) var hann bæði tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Augustpriset í Svíþjóð.

Árið 2009 gaf Steve Sem-Sandberg út bókina De fattiga i Lódz sem hlaut Augustupriset ásamt tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókin er væntanleg í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar í haust hjá Uppheimum. Á íslensku mun hún heita Öreigarnir í Lódz

Öreigarnir í Lódz fjallar um gettó gyðinga sem Nasistar byggðu upp í pólsku borginni Lodz. Sagan fjallar um Mordechai Chaim Rumkowski, gyðing sem nasistar útnefndu sem leiðtoga búðanna, og lævískt hlutverk hans í tortímingu pólskra gyðinga.

Fyrir þá sem lesa sænsku má finna ítarlegar upplýsingar um höfundinn á alfræðivefnum Wikipedia: http://sv.wikipedia.org/wiki/Steve_Sem-Sandberg

Sem-Sandberg mun lesa upp í Norræna húsinu laugardaginn 10. september og verður í höfundaviðtali í því sama húsi sunnudaginn 11. september ásamt fleirum kl. 13-15.

Auglýsingar

Segðu þitt álit

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s