Epík og dramatík

Frá árinu 2004 hefur Sara Stridsberg sent frá sér þrjár skáldsögur. Fyrsta bók þessa sænska höfundar hét Happy Sally og fjallar um Sally Bauer sem synti yfir Ermasundið. Næsta bók hét Drömfakulteten (Draumadeildin) en fyrir hana hlaut hún Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2007. Hér má sjá umfjöllun vegna verðlaunanna ásamt viðtali við höfundinn: http://www.norden.org/is

Árið 2010 sendi Sara frá sér bókina Darling river sem vinnur með efni úr bókinni Lolita eftir Vladimir Nabokov. Samhliða skáldsagnaskrifum hefur Sara einnig skrifað leikrit. Á næsta ári er væntanleg bókin Medealand og andra pjäser (Land Medeu og aðrir textar) þar sem má finna þrjú leikrit. Eitt af leikritunum heitir Valerie Jean Solanas ska bli president i Amerika en þar snýr aðalpersónan Valerie aftur úr bókinni Drömfakulteten. Hér eru upplýsingar um útgáfu leikritanna af heimasíðu sænska útgefandans Albert Bonniers Förlag: http://www.albertbonniersforlag.se

Sara Stridsberg mun lesa upp í Iðnó miðvikudaginn 7. september og spjalla við Soffíu Auði Birgisdóttur í Norræna húsinu 8. september.

Auglýsingar

Segðu þitt álit

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s