Listin að vera kona

Kristín Marja Baldursdóttir á sér stóran hóp dyggra lesenda hér á landi. Sá hópur stækkar óðum því bækur hennar hafa verið þýddar á að minnsta kosti 5 tungumál. Margar þeirra hafa komið út í Þýskalandi og í ár kom út nýjasta afurðin, Sternen eis, sem er þýðing á nýjustu bók Kristínar, Karlsvagninn.

Kristín Marja hefur að mestu fengist við skáldsagnarskrif en auk þeirra hefur hún gefið út ævisögu Vilborgar Dagbjartsdóttur og árið 2001 kom út smásagnasafnið Kvöldljósin eru kveikt.

Bókin Karítas án titils hlaut árið 2006 tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bæði Karítas án titils og Óreiða á striga hlutu Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, ásamt tilnefningu til Menningarverðlauna DV í bókmenntum.

Hópur danskra ferðamanna hefur komið til Íslands til að skoða söguslóðir Karítasar, í Öræfum og á Borgarfirði eystri.

Hér má sjá viðtal við Kristínu Marju af vef Sagenhaftes Island: http://www.sagenhaftes-island.is/hofundur-manadarins/nr/1323

Kristín Marja mun lesa upp í Norræna húsinu, laugardaginn 10. september kl. 15:30

Ljósmynd af höfundi: Einar Falur Ingólfsson

Auglýsingar

Segðu þitt álit

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s