Söguleg örlög

Bókin Frönsk svíta eftir Irène Némirovsky kemur út um þessar mundir hjá Forlaginu í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Fyrir seinni heimsstyrjöldina var Némirovsky vinsæll höfundur í Frakklandi. Dóttir Némirovsky, Denise Epstein, er gestur Bókmenntahátíðar í ár en hún kynnir verk móður sinnar. Epstein var ung að árum þegar móðir hennar lést í útrýmingarbúðum nasista en hún náði að taka með sér á flótta tösku móður sinnar sem geymdi óútgefin handrit.

Denise Epstein mun opna ljósmyndasýningu um ævi og ritverk móður sinnar nk. miðvikudag, þann 7. september kl. 17, í Borgarbókasafninu í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina „Ég skrifa á brennheitu hrauni…“ en hún er skipulögð á vegum Alliance française í Reykjavík og er liður í hátíðarhöldum vegna aldarafmælis félagsins á árinu.  Hún er sett upp í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og stendur til 30. september, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hér má sjá áhrifamikið myndband með viðtali við Denise Epstein þar sem fjallað er um örlög Irène Némirovsky og fjölskyldu hennar: http://vimeo.com/5807829

Denise Epstein mun lesa upp í Iðnó föstudagskvöldið 9. september og ræða við Friðrik Rafnsson í Norræna húsinu laugardaginn 10. september.

Auglýsingar

Segðu þitt álit

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s