Bókmenntahátíð í Reykjavík og Norræna húsið undirrita samstarfssamning

Bókmenntahátíð í Reykjavík og Norræna húsið hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að Norræna húsið verður einn af aðalstyrktaraðilum hátíðarinnar. Max Dager forstjóri Norræna hússins og Sigurður G. Valgeirsson formaður stjórnar Bókmenntahátíðar í Reykjavík skrifuðu undir samninginn.

Bókmenntahátíð í Reykjavík og Norræna húsið eiga að baki farsælt samstarf en Norræna húsið er heimahús Bókmenntahátíðar í Reykjavík og hefur verið frá því hátíðin var haldin fyrst árið 1985. Samstarfið byggir á traustum grunni og með nýju samkomulagi er enn styrkari stoðum rennt undir það.

Næst verður Bókmenntahátíð í Reykjavík haldin í september 2013 og verður sú hátíð hin ellefta í röðinni. Hátíðin nýtur mikillar virðingar og þykir ein mikilvægasta bókmenntahátíðin í Norður-Evrópu. Þá er hún afar vinsæl meðal erlendra rithöfunda og útgefenda, en erlendum útgefendum er jafnan boðið á hátíðina til þess að kynna fyrir þeim íslenskar bókmenntir og styrkja tengsl þeirra við íslenska höfunda.

Á meðal gesta á síðustu hátíð, sem haldin var í september 2011, voru Nóbelsskáldið Herta Müller frá Þýskalandi og egypska baráttukonan Nawal El Sadaawi.

Meðfylgjandi mynd frá undirritun samningssins í Norræna húsinu. Frá vinstri Einar Kárason, Sjón, Stella Soffía Jóhannesdóttir, Max Dager, Sigurður G. Valgeirsson, Halldór Guðmundsson, Örnólfur Thorsson, Þorgerður Agla Magnúsdóttir og Pétur Már Ólafsson.

Auglýsingar

Segðu þitt álit

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s