Útgefendamálþing, 8. september

Útgefendamálþing Bókmenntahátíðar í Reykjavík verður haldið fimmtudaginn 8. september í Norræna húsinu – kl. 9-11.30. Fjöldi erlendra forleggjara tekur þátt í hátíðinni í ár. Þátttaka þeirra er mikilvæg fyrir íslenska höfunda, samband höfundar og forleggjara styrkist og ný sambönd verða til.

Málþingið skiptist í tvo hluta og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Pallborð 1: Hvaða hlutverki gegna bókasýningar og hverju skila þær bókmenntunum (9.00-10.00)

Halldór Guðmundsson opnar pallborðið með stuttri kynningu á þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt og hverju hún muni skila íslenskum bókmenntum.

Þátttakendur í pallborðinu eru: Barbara Rozycky, Rainer Nitsche (Transit Verlag) og Thomas Sparr (Suhrkamp). Halldór Guðmundsson stýrir umræðum.

10.00-10.30: hlé

Pallborð 2: Framtíð bókaútgáfu (10.30-11.30)

Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda opnar pallborðið með umfjöllun um framtíð bókaútgáfu – hafa lestrarvenjur breyst og munu þær breytast enn frekar í takt við breyttan lífsstíl.

Þátttakendur í pallborðinu eru: Marcia Markland (Macmillan/St. Martin‘s Press), Tom Kraushaar (Klett-Cotta) og Egill Örn Jóhannsson (Forlagið). Kristján B. Jónasson stýrir umræðum.

Auglýsingar

Segðu þitt álit

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s