Íslendingasagnaþing, 10. september

Íslendingasagnaþing á Bókmenntahátíð í Reykjavík

Íslendingasögur sem lifandi frásagnarbókmenntir

Í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunní Frankfurt 2011 standa Sögueyjan Ísland og Bókmenntahátíð í Reykjavík fyrir málþingi um Íslendingasögur. Yfirskrift þingsins er „Íslendingasögur sem lifandi frásagnarbókmenntir“.

Um þessar mundir er væntanleg ný heildarþýðing Íslendingasagna hjá Fischer forlaginu í Þýskalandi auk þess sem unnið er að nýjum norrænum þýðingum. Á þinginu tala þýðendur, fræðimenn og rithöfundar og velta fyrir sér ýmsum þáttum er lúta að Íslendingasögunum, efni þeirra, viðtökum og útgáfusögu.

Málþingið fer fram á íslensku fyrir hlé og á ensku eftir hlé og verður haldið í Norræna húsinu laugardaginn 10. september frá 9-12. Íslendingasagnaþingið er haldið í samstarfi Bókmenntahátiðar og Sögueyjunnar með stuðningi Menningaráætlunar Evrópusambandsins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Dagskrá:

9-9.40 Pallborð 1: Íslendingasögur fyrr og nú

Kim Lembek og Kristof Magnusson fjalla um nýjar og gamlar þýðingar Íslendingasagna en þeir hafa báðir þýtt Íslendingasögur og þurft að takast á við eldri þýðingu. Kim Lembek þýddi Njálu á dönsku en Kristof Magnússon þýddi Grettissögu á þýsku. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun stýrir pallborðinu.

9.40-10.20 Pallborð 2: Fornbókmenntirnar sem kveikja skáldskapar

Rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn, Vilborg Davíðsdóttir og Einar Kárason hafa öll nýtt sér Íslendingasögurnar sem innblástur í verkum sínum og munu segja frá upplifun sinni af fornbókmenntunum sem kveikju skáldskapar. Bergur Ebbi Benediktsson stýrir pallborðinu.

10.20-10.40 Hlé

10.40-11.00 Fyrirlestur: Viðtökur Íslendingasagna á Bretlandseyjum

Miðaldafræðingurinn Andrew Wawn fjallar um viðtökur Íslendingasagna í Bretlandseyjum sem hann hefur rannsakað sérstaklega. Kynnir er Vésteinn Ólason, prófessor.

11-11.45 Pallborð 3: Gamlar sögur á nýrri öld: Að gefa út Íslendingasögur fyrir nútímalesendur (á ensku)

Isabel Kupski, Viðar Hreinsson og Örnólfur Thorsson hafa unnið að nýjum útgáfum Íslendingasagna. Í pallborðinu verður fjallað þýðingu þess að gefa Íslendingasögur út fyrir nýja lesendur  Stjórnandi umræðu er Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar.

Auglýsingar

Segðu þitt álit

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s